fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Klám, ofbeldi og fjárhættuspil á heimilunum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 9. nóvember 2010 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er hægt að berjast gegn ýmsum ófögnuði, strippbúllum og spilavítum.

En vandinn er sá að mikið af þessu er komið inn á heimilin.

Rétt eins og leiktækjasalirnir sem þóttu óhollir í eina tíð fluttust inn í barnaherbergin í líki tölvuleikja. Margt af því eru svæsnir morð- og ofbeldisleikir.

Það er upplýst að tuttugu prósent íslenskra pilta horfi á klám í tölvunni á hverjum degi. Þetta er hrikalega há tala – við erum að tala um óharðnaða unglinga, hugmyndirnar sem þeir fá um kynlíf af því að horfa á klám eru vægast sagt brenglaðar.

Svo eru menn alveg á móti því að hér opni kasínó. Gott og vel.

En skammt frá heimili mínu og Menntaskólanum í Reykjavík hefur verið sett upp auglýsing frá fyrirtæki sem býður fjárhættuspil á netinu. Og þá er varla spurt hverjir séu að spila eða í hvernig ástandi þeir séu.

(Svo tek ég fram að ég er ekki að mælast til þess að internetinu verði lokað – þótt það væri kannski til bóta í sumum tilvikum :))

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“