Það er hægt að berjast gegn ýmsum ófögnuði, strippbúllum og spilavítum.
En vandinn er sá að mikið af þessu er komið inn á heimilin.
Rétt eins og leiktækjasalirnir sem þóttu óhollir í eina tíð fluttust inn í barnaherbergin í líki tölvuleikja. Margt af því eru svæsnir morð- og ofbeldisleikir.
Það er upplýst að tuttugu prósent íslenskra pilta horfi á klám í tölvunni á hverjum degi. Þetta er hrikalega há tala – við erum að tala um óharðnaða unglinga, hugmyndirnar sem þeir fá um kynlíf af því að horfa á klám eru vægast sagt brenglaðar.
Svo eru menn alveg á móti því að hér opni kasínó. Gott og vel.
En skammt frá heimili mínu og Menntaskólanum í Reykjavík hefur verið sett upp auglýsing frá fyrirtæki sem býður fjárhættuspil á netinu. Og þá er varla spurt hverjir séu að spila eða í hvernig ástandi þeir séu.
(Svo tek ég fram að ég er ekki að mælast til þess að internetinu verði lokað – þótt það væri kannski til bóta í sumum tilvikum :))