fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Hvaða æskulýðsstarf?

Egill Helgason
Mánudaginn 8. nóvember 2010 22:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum verður maður dálítið þreyttur á því þegar sífellt er verið að bauna á 101 Reykjavík. Það því líkast að í 101 búi ógurlegt forréttinda- og lúxusfólk, þegar staðreyndin er sú að þetta er það svæði á Íslandi þar sem býr fólk af ólíkustu tagi.

Kona í Kópavogi er í viðtali á vef Vísis og segist vera brjáluð vegna hugmynda sem Jón Gnarr setti fram um að loka skíðasvæðum í Bláfjöllum og spara þannig peninga.

Nú hélt ég reyndar að vandamálið væri að þarna er varla snjór lengur – skíðaíþróttin er holl og alls góðs makleg, en það er tæplega hægt að stunda hana lengur þegar enginn er snjórinn. En ég er svosem ekki dómbær á það.

Langar hins vegar að fjalla aðeins um þau orð konunnar að Jón eigi að beina sjónum sínum að æskulýðsstarfinu fyrir utan 101.

Ha?

Hvaða mikla æskulýðsstarf er það sem er boðið upp á í 101?

Í 101 er ekkert íþróttahús svo ég viti. Börn í hverfinu fara yfir stórar umferðargötur til að sækja íþróttir í KR eða Val. Hjá hvorugu þessu félagi eru knattspyrnuhús eins og eru komin í sum úthverfi og í nágrannasveitarfélögin.

Í póstnúmerinu eru tveir barnaskólar – sá sem ég þekki til, Vesturbæjarskóli býr við afskaplega mikil þrengsli. Leikvöllurinn þar er langt undir viðmiðunarmörkum. Það er kannski lítið við því að gera í bili – það hefur nefnilega orðið barnasprengja í hverfinu.

Vestur hjá gamla Stýrimannaskólanum er sparkvöllur á stærð við frímerki, en annars er aðstaða til boltaíþrótta frekar bágborin. Hún var miklu betri þegar ég var lítill – þá var enn hægt að finna ósnortin tún í hverfinu.

Það er lítið um skemmtilega leikvelli eða smíðavelli eða slíkt, en reyndar nokkrir úrsérgengnir róluvellir eins og gamli Hringbrautarrólóinn og rólóinn á Freyjugötunni.

Jú, gamla Sundhöllin er í 101 – og þá held ég eiginlega að það sé upptalið. Það er auðvitað stutt að fara í Vesturbæjarlaugina, hún er í póstnúmeri 107, en hún verður seint talin sérlega nýmóðins eða bjóða upp á mikla aðstöðu fyrir börnin.

Staðreyndin er sú að hverfin sem mynda 101 hafa orðið talsvert útundan síðustu áratugina. Mestallur kraftur borgarinnar hefur farið í að þenjast út, í byggingu nýrra hverfa, og meðan hefur alls konar uppbygging í eldri hverfum mátt bíða. Það er fórnarkostnaðurinn við útþensluna.

Athugasemd kl. 23.25

Blaðamaðurinn sem skrifaði fréttina á Vísi sendi mér eftirfarandi skilaboð:

„Sæll Egill. Ég er höfundur greinarinnar, og verð að koma því á framfæri að ég hafi vitlaust eftir konunni í lokin. Ég tek mistökin að sjálfsögðu á mig. En það sem hún sagði við mig var að hún óskaði þess að borgarstjórinn horfði út fyrir hundrað og einn en nefndi ekki æskulýðsstarf í því samhengi.“

Greinina læt ég standa – hún lýsir veruleika fjölskyldufólks í 101 og andæfir þeirri þrálátu þjóðsögu að sífellt sé verið að hlaða undir fólk í þessum bæjarhluta.

kv, Egill

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“