Bjarni Benediktsson og Árni Páll Árnason voru sammála um eitt í Silfrinu í gær: Að flöt niðurfelling skulda kæmi varla til greina.
Þetta virðist semsagt vera endanlega úr myndinni, tveir stærstu stjórnmálaflokkarnir eru á einu máli.
Árni Páll boðaði hins vegar úrræði fyrir skuldug fyrirtæki í þessari viku og að í þeirri næstu og þarnæstu kæmi að skuldugum heimilum.