Ég dvaldi dálítið í Svíþjóð á yngri árum.
Þá var þar starfandi pönkhljómsveit sem hét Knugens kuk.
Karl Gústaf kóngur – sem oft var skotspónn neyðarlegra athugasemda – er lesblindur.
Sú saga er sögð af honum að þegar hann var ungur maður í Uppsalaháskóla hafi einhverjir pörupiltar verið að stríða honum.
Prinsinn reiddist og hrópaði: „Ni får se när jeg blir knug!“
Og nú er knugens kuk sannarlega kominn í fréttirnar.