Aftonbladet sænska birtir frétt um sænska hægriöfgamanninn úr Svíþjóðardemókrötunum sem kom hingað á Norðurlandaráðsþing og endaði með því að kasta bjórglasi í barþjón á Ölstofunni. Nógu er hann ljóshærður þessi Svíi sem hrópaði að þjóninum að hann væri „helvítis útlendingur“.
Og bornar eru saman frásagnir íslenskra blaða og það sem William þessi Hahne segir þá vílar hann heldur ekki fyrir sér að segja ósatt.
Stjórnmálamenn af þessu tagi eru varla hæfir til útflutnings.