fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Eyjan

Þekkt og óþekkt fólk

Egill Helgason
Þriðjudaginn 30. nóvember 2010 20:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er skrítið það umkvörtunarefni að þekkt fólk hafi verið kosið á Stjórnlagaþingið.

Hvar í ósköpunum tíðkast það að fólk sem enginn þekkir nái árangri í stjórnmálum?

Það er líka talað eins og það sé ljótt að vera þekktur.

En nú er þarna fólk sem einmitt er þekkt fyrir skoðanir sínar á þjóðmálum.

Andrés Magnússon er læknirinn sem steig fram og sagði að keisarinn væri í engum fötum, að íslenskt efnahagslíf væri að hruni komið. Hann var hæddur og spottaður fyrir það í fjölmiðlum útrásarvíkinga.

Þorvaldur Gylfason varaði margsinnis við hruninu, einn örfárra hagfræðinga.

Ómar Ragnarsson er þjóðhetja, ekki síst vegna brennandi áhuga á náttúruvernd.

Þórhildur Þorleifsdóttir er fyrrverandi þingmaður, þekkt baráttukona fyrir jafnrétti kynjanna.

Katrín Fjeldsted er læknir og fyrrverandi þingmaður, hún hefur beitt sér mjög í umhverfismálum.

Eiríkur Bergmann er með doktorspróf í stjórnmálafræði og hefur skrifað bækur og fjölda blaðagreina, meðal annars í stórblöð erlendis. Þar var hann ötull við að skýra út málstað Íslendinga í Icesave málinu.

Illugi Jökulsson er þekktur samfélagsgagnýnandi.

Freyja Haraldsdóttir er baráttukona fyrir réttindum fatlaðra.

Gísli Tryggvason er umboðsmaður neytenda og hefur barist fyrir úrbótum fyrir skuldara.

Lýður Árnason var til skamms tíma héraðslæknir á Vestfjörðum, en hefur líka gert kvikmyndir.

Guðmundur Gunnarsson er þekktur verkalýðsforingi.

Ari Teitsson er fyrrverandi forystumaður í hreyfingu bænda.

Salvör Nordal var einn af höfundum siðfræðihluta skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Svo er þarna fólk sem er lítt þekkt: Pawel Bartozsek, Arnfríður Guðmundsdóttir, Dögg Harðardóttir, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Katrín Oddsdóttir og Þorkell Helgason.

Hefðu menn viljað fá óþekkt fólk á þingið hefðu menn þurft að nota aðra aðferð – þá hefði verið einfaldast að velja með úrtaki úr þjóðskrá.

Svo má líka benda á það það þarf ekkert sérlega mikið til að verða þekktur á Íslandi. Leiðin til frægðar er mun styttri en hjá stærri þjóðum. Oft nægir að stofna blogg eða skrifa nokkrar greinar í blöð. En það verður að viðurkenna að þeir sem voru algjörlega óþekktir þegar framboðsfrestur rann út áttu ekki mikinn möguleika að verða þekktir á tímanum þangað til kjördagur rann upp. En það er örugglega ekki einsdæmi í stjórnmálum.

Og svo má reyndar benda á Stjórnlagaþingsbæklinginn; þar má sjá að talsvert af þekktu fólki náði ekki kosningu inn á þingið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?