Þetta eru fulltrúarnir á stjórnlagaþinginu. Í framhaldi af því má fara að pæla í hvaða áherslur verða ríkjandi og hvernig líklegt er að muni spilast úr málum á þinginu.
Andrés Magnússon
Ari Teitsson
Arnfríður Guðmundsdóttir
Ástrós Gunnlaugsdóttir
Dögg Harðardóttir
Eiríkur Bergmann
Erlingur Sigurðarson
Freyja Haraldsdóttir
Gísli Tryggvason
Guðmundur Gunnarsson
Illugi Jökulsson
inga Lind Karlsdóttir
Kartín Fjeldsted
Katrín Oddsdóttir
Lýður Árnason
Ómar Ragnarsson
Pawel Bartozsek
Pétur Gunnlaugson
Salvör Nordal
Silja Bára Ómarsdóttir
Vilhjálmur Þorsteinsson
Þorkell Helgason
Þorvaldur Gylfason
Þórhildur Þorleifsdóttir
Örn Bárður Jónsson
Strax vekur athygli að þarna eru tveir prestlærðir fulltrúar.. Hlutfall karla og kvenna er jafnt þannig að ekki þurfti að bæta við fulltrúum af öðru hvoru kyninu. Hvað varðar auðlindamálin þá virðast þeir vera í meirihluta sem leggja áherslu á þjóðareign á auðlindum. Ég hef spáð því að það muni verða eldfimasta málið kringum þingið. Þeir sem lögðu upp með mikla andstöðu við ESB og hugmyndir um að nota þingið í baráttunni gegn því virðast ekki hafa haft erindi sem erfiði, í hópi þingmanna er talsvert um fulltrúa sem eru eindregnir stuðningsmenn aðildar að ESB. Femínistar eru líka með nokkra fulltrúa en athygli vekur að fáir ná kosningu af listanum sem var dreift rétt fyrir kosninguna þar sem fólk var hvatt til að kjósa „hófsama“ fulltrúa.