fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Eyjan

Fjölmiðlaumfjöllun um útrásarvíkinga

Egill Helgason
Þriðjudaginn 30. nóvember 2010 12:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í rannsóknarskýrslu Alþingis er því lýst hvernig eigendur bankanna og stjórnendur rændu þá innan frá. Þeir lifðu samkvæmt mottóinu að besta aðferðin til að ræna banka sé að eiga hann. Sérstakur saksóknari er að vinda ofan af þessum svikavef – það er búið að yfirheyra Kaupþingsmenn og Glitnismenn og úr þessum bönkum hafa borist ýmsar upplýsingar. Úr Landsbankanum fréttist hins vegar lítið.

En þetta mun sjálfsagt taka sinn tima.

Á meðan les maður svona skringifréttir eins og um skýrslu sem Björgólfur Thor hefur látið taka saman um hvaða fjölmiðlar fjalli mest um hvaða útrásarvíking. Kemur varla á óvart að Mogginn fjallar mest um Jón Ásgeir en Fréttablaðið fjallar minnst um hann og Pálma Haraldsson.

Kemur svosem engum á óvart.

Þetta er á tímabilinu frá því í mars til september á þessu ári.

Hvað varðar Björgólf Thor er reyndar spurning hvað skal lesa út úr þessu. Það er mikið um hann fjallað, en í því sambandi má minna á að á þessum tima hóf hann mikla áróðursherferð til að reyna að telja fólki trú um að hann ætlaði að borga allar skuldir sínar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?