fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Eyjan

Bankar eru andfélagsleg skrímsli

Egill Helgason
Þriðjudaginn 30. nóvember 2010 22:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við erum smátt og smátt að læra það á  Íslandi að bankar eru ekki vinir okkar.

Þrátt fyrir að þeir auglýsi eins og þeir séu vinir.

En það er bara lygi. En auglýsingarnar eru vel gerðar.

Bankar eru eigingjörn og andfélagsleg skrímsli  sem hugsa bara um eitt: Efnahagsreikning sinn.

Efnahagsreikningurinn ríkir ofar öllu. Frá því er ekki sagt í auglýsingunum.

Þess vegna borgar sig fyrir þá að halda lífi í sumum og afskrifa skuldir þeirra, helst ef þeir eru nógu stórir – too big to fail.

Og þess vegna er einatt í hag þeirra að hirða allt af litla fólkinu, skuldugum fjölskyldum og smáfyrirtækjum.

Í frægri heimildarmynd sem heitir The Corporation segir að stórfyrirtæki séu síkópatar – að framferði þeirra beri öll merki þess. Bankar eru upp til hópa undir sömu sök seldir, að minnsta kosti þeir bankar sem við höfum lifað með á Íslandi síðasta áratuginn. Eitt einkenni síkópata er algjört skeytingarleysi fyrir náunganum, fyrir því hvort hlutir eru réttir eða rangir, og algjör vanhæfni til að skilja afleiðingar gerða sinna.

Þetta er svosem ekkert sérstakt fyrir Ísland, bankar eru alls staðar svona. En það eru til undantekningar. Fyrr í vetur tók ég viðtal við danskan bankamann sem fékk umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs vegna þess að hann starfaði samkvæmt öðrum og manneskjulegri viðmiðum – málið er að við þurfum nýtt, öðruvísi bankakerfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?