fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Eyjan

Æskuslóðir Gunnars, tilnefningar og Einar Kára

Egill Helgason
Þriðjudaginn 30. nóvember 2010 23:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kiljunni annað kvöld förum við til Keflavíkur á æskuslóðir Gunnars Eyjólfssonar leikara. Gunnar ólst þar upp á Klapparstíg hjá fósturföður sínum og móður sem lést þegar hann var tólf ára. Með í för er Árni Bergmann sem einnig sleit barnsskónum í Keflavík, en hann skrásetur ævisögu Gunnars undir heitinu Alvara leiksins.

Við fjöllum um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sem verða birtar á morgun í tveimur flokkum sem eru skáldrit og fræðibækur og einnig tilefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna.

Einar Kárason spjallar um nýja bók eftir sig sem nefnist Mér er skemmt. Bókin inniheldur brot úr ævi Einars, segir frá fólki sem hann hefur kynnst og líka köttum.

Þorgerður E. Sigurðardóttir og Hrafn Jökulsson fjalla um þrjár nýútkomnar bækur: Ég sé ekkert svona gleraugnalaust eftir Óskar Magnússon, Takk útrásarvíkingar eftir Láru Björgu Björnsdóttur og Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson eftir Braga Ólafsson.

En Bragi segir frá Hákoni Guðmundssyni yfirborgardómara og þremur dætrum hans.

iwleikst

Gunnar Eyjólfsson ungur maður á sviði 1952 ásamt Ingu Þórðardóttur og Indriða Waage sem er að segja þeim til. Leikferill Gunnars spannar afar langan tíma, Síðasta leiksigur sinn vann hann í Hart í bak, sem var frumsýnt fyrir tveimur árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?