Þegar búsáhaldabyltingin var gerð talaði einn helsti foringi Sjálfstæðismanna um skríl sem hefði ráðist á Alþingishúsið. Og margt hefur verið sagt um að það hafi verið VG sem skipulagði mótmælin.
Nú hefur þetta alveg snúist við. Margir vinstri menn eru afskaplega taugaveiklaðir vegna mótmæla sem hafa blossað upp í haust – þeir hafa allt á hornum sér, tala um tunnulýð og fólk sem komi á jeppum í mótmælaaðgerðir og því er haldið fram að gamlir forystumenn úr Sjálfstæðisflokknum séu að ýta undir mótmælin.
Í huga þeirra eru búsáhaldamótmælin góð en tunnumótmælin vond.
Svona hefur þetta snúist við.