fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Eyjan

Stórmerkileg sveppabók

Egill Helgason
Mánudaginn 29. nóvember 2010 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég get ekki sagt að sveppir séu beinlínis á áhugasviði mínu.

Einu sinni tíndi ég reyndar lerkisveppi austur í Hallormsstaðaskógi. Það tókst alveg bærilega. Enginn sem át sveppina veiktist.

Ég borða sveppi eins og annað fólk, en því miður hef ég aldrei smakkað þá rándýru sveppi sem má finna í skóglendi sunnar í álfunni og nefnast truffes.

Svo datt upp í hendurnar á mér bók um sveppi og ég fór að lesa hana. Hef gluggað í þetta rit nokkur kvöld í röð.

Og nú hef ég komist að því að það eru sveppir allt í kringum okkur, á líkama okkar, í matvælum, já alls staðar í náttúrunni. Þeir valda fúa, myglu, niðurbroti í náttúrunni, lifa sníkjulífi, kalla fram ofskynjanir, valda sjúkdómum í dýrum og plöntum, framleiða penicillin, eru notaðir til að framleiða osta og áfengi.

Ég er meira að segja orðinn svolítið nojaður út af þessu. Á Íslandi munu vera til um 2000 tegundir af sveppum, en flestir eru þess eðlis að þá ber aldrei fyrir augu. Og í heiminum er talið að séu til um 70 þúsund sveppategundir.

Þetta stendur í bókinni sem nefnist einfaldlega Sveppabókin, íslenskir sveppir og sveppafræði, og er eftir Helga Hallgrímsson náttúrufræðing.

Í ritinu kemur meðal annars fram að sveppaát var litið hornauga í Norður-Evrópu á  fyrri tíð. Íslenska nafnið gorkúla lýsir ágætlega viðhorfinu til sveppa – sums staðar voru þeir jafnvel  taldir vera komnir frá hinum illa. Sveppaneysla fór að berast norðureftir frá Frakklandi á seinni hluta 18.aldar, og segir í Ferðabók Eggerts og Bjarna frá 1772 að í Skagafirði hafi þeir félagar fengið „sveppakál“, en það var grautur eða stappa „úr algengustu sveppategundinni“.  Líklegt er að þarna hafi verið erlend áhrif, í gegnum Hólastað.

Það átti eftir að líða langur tími áður en sveppir voru nýttir að ráði til matar á Íslandi og segir Þorvaldur Thoroddsen í Íslandslýsingu sinni árið 1900 að víða vaxi ætar sveppategundir, en „þær eru eigi notaðar“. Í raun er  það ekki fyrr en um miðja tuttugustu öld að sveppaneysla fer að verða almenn. Hún er reyndar dálítið fábreytt hér – byggir aðallega á „Flúðasveppum“ – en í náttúrunni má finna furðu marga góða matsveppi og segir í bók Helga að nálægt 30 sveppategunum á Íslandi séu vel ætar eða góðar til átu.

4837114840_0171b7218d

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?