fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Eyjan

Orkubloggið: Blindaðir af atkvæðaveiðum

Egill Helgason
Mánudaginn 29. nóvember 2010 09:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ketill Sigurjónsson skrifar á vef sinn Orkubloggið um orkuöflun til álvers við Húsavík, mat Skipulagsstofnunar, varfærni Landsvirkjunar og framgöngu þingmanna. Í grein Ketils segir meðal annars:

— — —

„Já – þingmönnum þótti einkennilegt að Landsvirkjun væri ekki tilbúin að skuldbinda sig til að afhenda orku sí sona. Og þeir gefa bersýnilega lítið fyrir það sjónarmið að skynsamlegt sé að kanna fyrst hvort orkan sé örugglega til staðar. Virðist þar engu skipta þó það sé alkunn staðreynd að erfitt eða jafnvel útilokað er að áætla nákvæmlega virkjanlega orku á jarðvarmasvæðum eins og við Kröflu eða Þeistareyki, nema hægt og sígandi með rólegri uppbyggingu. Væntanlega munu þingmennirnir nú skammast útí niðurstöðu Skipulagsstofnunar, sem nú hefur sagt hæpið að virkjanirnar geti staðið undir jafn mikilli raforkuframleiðslu eins og sumir hafa viljað halda fram.

Þetta er hið einkennilegasta mál. Það hlýtur hver maður að sjá að það væri algerlega galið ef Landsvirkjun færi að lofa orku, sem kannski er ekki fyrir hendi. Jafnvel þingmenn ættu að skilja þetta! Menn verða að horfa á staðreyndir málsins og ekki láta byggðastefnuna og atkvæðaveiðarnar gjörsamlega blinda sig. Álver verður ekki byggt við Húsavík fyrr en öllum efa hefur verið eytt um orkuöflunina. Taka þarf hvern virkjunarkost fyrir sig, rannsaka hann betur og virkja svæðið smám saman. Líklega best í u.þ.b. 50 MW skrefum. Þetta eiga menn að viðurkenna í stað þess að tala eins og álfar og segja að Landsvirkjun „leiki lausum hala“.

Þetta er satt að segja grafalvarlegt mál. Það er líka alveg sérstaklega athyglisvert, að hvergi í umræddri þingsályktunartillögu, greinargerð með henni né í ræðum þingmanna er einu orði minnst á arðsemi framkvæmdanna! Hvergi er minnst á mikilvægi þess að raforkusala til álversins þurfa að skila tilteknum arði. Ekki eitt orð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?