fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Eyjan

Hæfileikasnauðir sendiherrar og innilokaðir varnarliðsmenn

Egill Helgason
Mánudaginn 29. nóvember 2010 11:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson skrifar athyglisverða grein um síðasta WikiLeaks lekann á vefinn Evrópuvaktina. Greinin er merkileg fyrst og fremst fyrir þær sakir að þarna talar Styrmir um bandaríska sendiráðið á Íslandi. Það gerir hann af langri reynslu, það má telja öruggt að Styrmir hefur verið í samskiptum við sendiherra í gegnum árin. Sagan sem hann segir um bandaríska sendiráðið í Reykjavík er ekki sérlega falleg:

„Starfsmenn sendiráða eru að jafnaði engir sérstakir snillingar. Þeir eru bara venjulegt fólk eins og aðrir. Þegar horft er til okkar nánasta umhverfis og samskipta Íslendinga við bandaríska sendiráðið, sem er auðvitað það sendiráð hér, sem á árum áður skipti mestu en nú litlu sem engu, er það undantekning en ekki regla, að sérstakir hæfileikamenn hafi verið starfandi við Laufásveg. Á síðustu hálfri öld má kannski segja, að fjórir bandarískir sendiherrar hafi haft sérstöðu, aðrir skiptu litlu. Þar var um að ræða James Penfield, Frederick Irving, Marshall Brement og Nicholas Ruwe. Sérstaða þeirra byggðist ýmist á persónulegum hæfileikum þeirra eða nánum tengslum við æðstu ráðamenn vestan hafs. Oft voru hér ótrúlega hæfileikasnauðir einstaklingar fulltrúar Bandaríkjastjórnar.“

Styrmir talar um annað mál sem er athyglisvert, þegar loks var farið að hleypa varnarliðsmönnum út í samfélagið á Íslandi, þeir höfðu áður verið einangraðir upp á Velli. Ég hef lýst því þegar ég vann á Hótel Borg og varnarliðsmenn voru að reyna að koma sér hjá útgöngubanninum með því að leigja herbergi á hótelinu. Ég verð að viðurkenna að mér finnst blöskranleg sú tilhugsun að loka hermennina inni á Vellinum – það stríðir algjörlega gegn hugmyndum um jafnrétti og einstaklingsfrelsi. Mér fannst afar ógeðfellt þegar íslenska lögreglan ásamt herlögreglunni var að tékka á hermönnunum síðla kvölds og á nóttinni til að athuga hvort þeir væru að með íslensku kvenfólki.

En Styrmir virðist telja að hafi verið misráðið að hleypa dátunum út:

„Eitt af því, sem skipti miklu um friðsamlega sambúð Íslendinga og bandaríska varnarliðsins hér voru strangar reglur um það, hvenær og hvort varnarliðsmenn mættu fara út fyrir varnarsvæðið. Dag einn fyrir áratugum komust starfsmenn bandaríska sendiráðsins við Laufásveg að þeirri niðurstöðu, að það væri auðvitað miklu betra ef varnarliðsmenn væru frjálsir að því að blanda geði við Íslendinga og vildu afnema þessar reglur eða breyta þeim, sem var vísasti vegurinn til þess að koma hér öllu í bál og brand. Í nokkra mánuði höfðu viðmælendur sendiráðsstarfsmanna ekki frið fyrir áróðri þeirra í þessum efnum. Sem sýndi að þessir menn voru gersneyddir tilfinningu fyrir og þekkingu á viðhorfi Íslendinga til varnarstöðvarinnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?