Maður spyr:
Hvernig geta 10 þúsund atkvæði verið ógild í stjórnlagaþingskosningunum?
Þetta er líklega um 13-14 prósent greiddra atkvæða?
Hvað er málið?
Geta tölvuskannarnir ekki lesið – og hvað þá með mannsaugað?
Er seðill ógildur ef ein ólæsileg tala er á honum?
Þetta er eiginlega ekki boðlegt. Það er ekki hægt að henda þessum fjölda atkvæða – bara sisvona.