Þær eru merkilegar hugmyndir Pútíns Rússlandsforseta sem vill að stefnan verði tekin á sameiginlegt markaðssvæði sem myndi spanna lönd Evrópusambandsins og Rússland – frá Atlantshafi til Vladivostok.
Þetta eru stórar hugmyndir, en þær gætu haft marga kosti – og eru kannski enn fremur aðlaðandi á tíma þegar ríkir slæmt efnahagsástand. Einn helsti þröskulduirnn gæti þó veri staða mannréttindamála í Rússlandi – því miður er ekki hægt að segja að Rússland sé eiginlegt réttarríki.
Pútins segir ennfremur að einn daginn muni Rússar jafnvel taka upp evruna, hann sagðist telja að hún myndi eflast og verða stöðug alþjóðamynt sem gæti skyggt á dollarann.