fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Eyjan

Áhrif stjórnlagaþings

Egill Helgason
Sunnudaginn 28. nóvember 2010 23:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég sá á Facebook að Guðmundur Magnússon sagnfræðingur hafði horft á Silfrið og fór að velta  fyrir sér í framhaldi af því hvort stjórnlagaþingskosningarnar gætu haft meiri áhrif en margan grunar.

Hann nefndi að þarna hefði mikill fjöldi fólks stigið sín fyrstu skref í stjórnmálum, fengið nokkra skólun í pólitík – margt af því gæti hugsanlega látið að sér kveða í framtíðinni.

Mér hafði reyndar dottið það í hug áður að upp úr stjórnlagaþinginu gæti jafnvel risið nýr stjórnmálaflokkur eða stjórnmálaflokkar. Það er alls ekki óhugsandi að fólk sem nær saman á þinginu gæti sameinast um að hafa frumkvæði að slíku.

Þannig að þingið getur haft áhrif á ýmsan hátt.

Umræðan er dálítið skrítin. Margir tala eins og þetta sé voða högg fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur. En hún er auðvitað algjört aukaatriði í málinu.

Stjórnlagaþingið kemur saman í febrúar. Það getur vel verið að allt leysist upp í vitleysu, vantrausti og flokkadráttum. En það getur líka verið að sæmilegur einhugur myndist á þinginu – að það leggi drög að stjórnarskrá í þjóðaratkvæði eins og það hefur vald til að gera.

Þá gæti líka komið upp einkennileg staða – togstreita milli stjórnlagaþingsins og Alþingis.

Þetta ferli er nefnilega rétt að hefjast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?