fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Eyjan

Stórmerkar ljósmyndir Sigurgeirs

Egill Helgason
Föstudaginn 26. nóvember 2010 21:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ljósmyndabókinni Popppkorn er að finna myndir eftir Sigurgeir Sigurjónsson ljósmyndara. Sigurgeir var ungur maður þegar bítlaæðið reið yfir – árin þar á eftir varð hann helsti ljósmyndari íslenskra hljómsveita.

Myndirnar sem birtast af bókinni eru af flottu ungu fólki með attitúd – svaka voru margir fínir í tauinu á þessum árum – þær elstu eru frá fyrstu árum Hljóma og svo nær þetta fram yfir 1970, með viðkomu í Kinks og Led Zeppelin á Íslandi og yfir í Stuðmannahópinn. Þarna eru Rúnar Júl, Kalli Sighvats, Jónas R, Björgvin, Shady, Ray Davis, Robert Plant og Hendrix – svo hinir allra svölustu séu nefndir.

Tíðarandann bókstaflega lekur af blaðsíðunum, myndir Sigurjóns eru einstök heimild. Sumar komu á plötuumslögum, aðrar man maður eftir að hafa séð í auglýsingum eða umfjöllunum um hljómsveitir fyrir löngu.

Ég ætla að leyfa mér að birta eina mynd úr bókinni. Hún er reyndar aðeins á skjön við hljómsveitamyndirnar, en er engu að síður merkileg.

Myndin er af litríkum karakter í bæjarlífinu, Guðmundi Haraldssyni rithöfundi, og er tekin á Prikinu þar sem hann drakk gjarnan kaffi. Mig minnir að þessi mynd hafi líka verið birt í úrvali yfir bestu ljósmyndir á Íslandi.

Þessi mynd er þeirrar náttúru að hún gerir mann glaðan. Svipurinn á Guðmundi er óborganlegur.

sigurgeir-sigurjonsson_580

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“