Nú þegar aðeins einn sólarhringur er þangað til stjórnlagaþingskosningin hefst getur maður varla sagt að auglýsingar frá frambjóðendum hafi verið ýkja áberandi. Það er auðvelt að setja upp vandlætingarsvip og segja að allar auglýsingar fyrir þingið séu af hinu vonda, en aðstöðumunur milli frambjóðenda er vissulega mikill. Sumir eru þjóðþekktir og þurfa vart að kynna sig, aðrir hafa örsjaldan eða kannski aldrei komið fram í fjölmiðlum.
Annað sem ég veit ekki hvort brögð eru að er hvort gangi manna á meðal listar með nöfnum ákveðins hóps sem fólk er hvatt til að kjósa. Það er ekki líklegt að mér séu sendir slíkir listar, en þeir hljóta eiginlega að vera í umferð.