fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Eyjan

Hugsjónamaður og stríðshetja

Egill Helgason
Fimmtudaginn 25. nóvember 2010 09:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er grein um mann sem ég og margir aðrir eiga mikið að þakka.

Philippe Viannay.

Á sínum tíma var ég í útför hans í París, en hann var síðan jarðsettur í heimabæ sínum á Bretagneskaga. Ég og skólafélagar mínir vorum áberandi í útförinni, en það voru líka gamlir félagar Viannays úr frönsku andspyrnuhreyfingunni. Hann var einn af hetjum hennar á ungum aldri. Það var merkilegt að sjá frönsku andspyrnuhreyfinguna eins og hún leit út 1986. Ég lýg því ekki að sumir voru með hinar kunnuglegu baskahúfur – beret. Minningarathöfn um hann var haldin við Mémorial des martyrs de la déportation, minnisvarðann um þá sem voru fluttir burt með valdi í stríðinu sem stendur við Signufljót, skammt frá Notre Dame.

Þetta var sannur hugsjónamaður, eins og má lesa í grein þessari sem er eftir kanadíska blaðakonu, Caitlin Kelly.

Hann stofnaði skóla í París, Journalistes en Europe,  þar sem ég stundaði nám. Námið miðaði að því að kenna okkur að starfa sem blaðamenn á alþjóðlegum vettvangi. Í kjölfarið á mér komu svo Árni Snævarr, Þorfinnur Ómarsson og Sigursteinn Másson. En þá var Viannay dáinn og skólanum var stýrt af öðru fólki.

Í skólanum komu saman blaðamenn frá öllum heiminum, ungt fólk sem þó hafði nokkra starfreynslu.. Ég átti skólafélaga frá Japan, Indlandi, Áatralíu, Bandaríkjunum, Indónesíu, Brasilíu, Póllandi, Burkina Faso, Ghana, Noregi, Þýskalandi, Ítalíu, Kanada – já og fleiri löndum. Margt af þessu fólki er ennþá kærir vinir mínir.

Og reyndar myndaði þessi skóli ákveðið net. Ennþá get ég farið um heiminn og haft samband við fólk sem gekk í skólann og beðið það um aðstoð við störf eða ferðalög. Margir eru  framúrskarandi blaðamenn í löndum sínum. Sem dæmi má nefna að ég hef sofið á dýnum heima hjá mönnum sem síðar urðu áhrifamestu blaðamenn Póllands, eftir að kommúnisminn féll.

Andi Viannays lifir í öllum þeim sem sóttu skólann sem hann setti á laggirnar. Hugmynd hans var að auka skilning milli þjóða, leiða fólk úr öllum áttum saman, mynda tengsl, eins og hjá mörgum af hans kynslóð var markmiðið að koma í veg stríð, að hildarleikir tuttugustu aldarinnar fengju aldrei að endurtaka sig.

pviannay-1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“