Hvað er á seyði í máli svokallaðs Árbótarheimilis?
Þetta gamla, klíkuskapur og kjördæmapot. Menn sem telja sig geta ráðstafa skattfé í hendur vinveittra aðila.
Heimilið var ekki lengur talið hæft til vistunar á börnum, meðal annars vegna kynferðisbrotamáls.
Þá gengur maður undir mann í stjórnmálakerfinu til að útvega fé handa heimilinu.
En það er reynt að láta forstöðumann Barnaverndarstofu sitja uppi með skömmina vegna þess að hann veitti fjölmiðlum upplýsingar um málið.
Einhvern tima held ég að þurfi að skrá sögu kjördæmapotsins á Íslandi og alls ruglsins sem hefur tíðkast í skjóli þess. Þar er hægt að finna nóg af litríkum sögupersónum.
En það mætti líka gerast í öðru f0rmi, til dæmis með sjónvarpsþáttum sem yrðu í anda Yes Minister eða álíka gamanefnis.