fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Eyjan

Flokkadrættir á stjórnlagaþingi

Egill Helgason
Miðvikudaginn 24. nóvember 2010 22:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður ekki fyrr en á þriðjudag að mér skilst að úrslit verða ljós í stjórnlagaþingskosningunni.

Málið verður komið á nýtt stig þegar ljóst er hverjir þingfulltrúar verða.

Þingið á að koma saman í febrúar 2011 og sitja í tvo til fjóra mánuði. Manni finnst ótrúlegt annað en að þingtíminn verði fullir fjórir.

Þingið verður skipað 25 til 31 fulltrúa, það ræðst af því hver kynjahlutföllin verða í kosningunni.

Þingið verður haldið fyrir opnum dyrum – þannig að þjóðin getur fylgst með.

Svo verður spennandi að sjá hversu fljótt þingið tekur á sig einhvers konar mynd hefðbundinna stjórnmála.

Það er ekki ósennilegt að fljótt myndist einhvers konar fylkingar. Það verða flokkadrættir. Þeir sem hafa svipaðar skoðanir hópa sig saman – þetta er eiginlega óhjákvæmilegt.

Það gæti verið fylkingin sem vill gera miklar breytingar á stjórnarskránni og fylking sem vill gera litlar breytingar.

Fylking sem vill setja ströng auðlindaákvæði í stjórnarskrána og hin sem vill að slík ákvæði séu lítilvæg eða mjög almennt orðuð.

Það er spurning hvaða áhrif ESB umsóknin hefur á svona þingi. Verða þarna einhverjir þingfulltúar sem vilja beinlínis reyna að koma í veg fyrir að ESB aðild sé möguleg með því að setja inn ströng fullveldisákvæði í stjórnarskrána?

Eða næst kannski sátt um allar meiriháttar ákvarðanir sem snerta fullveldið skuli fara í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Því hefur verið haldið fram með góðum rökum að samþykkt EES samningsins á sínum tíma hafi verið stjórnarskrárbrot.

Auðvitað hefði átt að halda þjóðaratkvæðageiðslu um það mál.

Og líka Nató aðildina 1949.

Eins er það með ESB. Það er óhugsandi að ganga þar inn fyrr en að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Sumir hafa talað um að hún muni ekki verða bindandi fyrir þingið, en ég vildi sjá framan í þann stjórnmálamann sem reyndi að smygla Íslandi inn í ESB að eftir nei í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“