Í enska íhaldsblaðinu Spectator er grein þar sem er fjallað um leið Íslands á tíma hrunsins, að skera burt erlendar skuldir fjármálastofnana.
Þetta er athyglisverð lesning, en kannski er þar gert aðeins of mikið úr efnahagsbata á Íslandi. Hann virðist ekki vera í sjónmáli nú þegar við erum komin á þriðja ár í kreppu.
Annað er svo eftirtektarvert í grein blaðamannsins Matthews Lynn. Hann segir að það sé ekki slæm hugmynd að lögsækja ráðherra:
„If Britain followed Iceland’s example, it’s possible the economy would survive and bounce back fairly quickly. Perhaps we could even put the prime minister who presided over the reckless expansion of the banks on trial for negligence, just as the Icelanders have. Come to think of it, that might not be a bad idea.“