fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Eyjan

Ofmetið kapphlaup um Norðurpólinn

Egill Helgason
Mánudaginn 22. nóvember 2010 10:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur Ingimundarson, prófessor í sagnfræði, ritar grein í nýjasta hefti Skírnis þar sem hann fjallar um norðurslóðir, svæðið kringum Norðurpólinn, og afstöðu þjóða sem þar telja sig eiga hagsmuna að gæta.

Valur telur í stuttu máli að það sé of mikið gert úr kapphlaupinu um Norðurpólinn sem mikið er fjallað um í fjölmiðlum. Þetta sé vissulega spennandi , en í raun sé ekki raunhæft að að álykta að þarna fari fram mikill stórveldaslagur. Bandaríkjamenn hafi til dæmis verið fremur áhugalausir um þessi mál, enda beinist athygli þeirra annað. Siglingaleiðir gætu vissulega opnast en það væri ekki nema part úr sumri. Vinnsla olíu- og málma sé erfiðleikum bundin vegna óblíðrar náttúru. Viðbrögðin við því þegar Rússar plöntuðu fána undir Norðurskautinu hafi meiri en þeir bjuggust sjálfir við, en við það kviknaði mikill áhugi á málinu.

Þetta eru athyglisverðar pælingar hjá fremsta fræðimanni þjóðarinnar á þessu sviði.

Valur var í viðtali í Silfri Egils í gær. Þar spurði ég hann líka um hugmyndir um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu, um ríkjabandalag við Norður-Atlantshaf, ríkjasamband við Noreg og stórt norrænt sambandsríki.

Valur sagðist telja allar þessar hugmyndir óraunhæfar.

Viðtalið við Val má skoða með því að smella hérna.

arctic-image

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“