fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Eyjan

Grikkland og spillingin

Egill Helgason
Laugardaginn 20. nóvember 2010 13:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manfred Ertel skrifar um vandræði Grikklands í Der Spiegel. Vandamálin felast fyrst og fremst í ofboðslegri spillingu, klíkustarfsemi, frænd- og vinahygli og stjórnmálaflokkum sem eru notaðir útdeila gæðum til flokksmanna.  Dómskerfið er lélegt vegna klíkuráðninga, ótrúlegum fjölda ríkisstarfsmanna hefur verið raðað á jötuna í gegnum flokkstengsl, embættismannakerfið er spillt. Það er þetta sem ríkisstjórn Georgs Papandreou þarf að eiga við, hún nýtur stuðnings meirihluta kjósenda, en kerfið er býsna fast fyrir. Sósíalistaflokkur Papandreous á líka sinn hlut í því – því fer fjarri að hann sé saklaus – þótt Nýi lýðræðisflokkurinn sem fór frá völdum með skömm í fyrra hafi verið bíræfnari.

Spiegel nefnir Nikos Kanellopoulos, háttsettan embættismann í menningarmálaráðuneytinu sem er orðinn frægur í Grikklandi. Hann er nú sestur í helgan stein, en á ferli sínum tókst honum að eignast tíu húseignir og ellefu bankareikninga sem innihalda næstum níu milljónir evra. Það virðist ekki vera nein almennileg skýring á því hvaðan allt þetta fé kom.

Umbótastefnan í Grikklandi hefur fengið nafnið kalikratis – og það er lögð mikil áhersla á hún nái fram að ganga. Það er kallað á bætta stjórnarhætti og bætta stjórnmálamenningu.  Margir hafa þó hag af því að láta þetta ekki rætast. Dómskerfið er hægt og tregt. Á móti stendur atimoritsia sem er hugtak sem notað yfir bíræfni, að komast upp með hlutina. Í Grikklandi hefur löngum verið borin ákveðin virðing fyrir því – yfirvöld eru ekki hátt skrifuð í landinu.

Stjórn Papandreou náði að halda sjó í sveitarstjórnarkosningum nýlega þrátt fyrir sársaukafullar aðgerðir sem hún hefur þurft að grípa til. Grikkir gera sér upp til hópa grein fyrir því að það þarf að höggva að rótum spillingarinnar í landinu. Grikkir geta ekki bara kennt öðrum um ófarir sínar. En það fjarri lagi að hægt sé að bóka sigur í þessu stríði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“