fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Eyjan

Dómsmorð?

Egill Helgason
Föstudaginn 19. nóvember 2010 21:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er merkilegt að heyra Hauk Guðmundsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumann í Keflavík, tjá sig um Geirfinnsmálið.

Haukur var einn af þeim sem kom fyrst að málinu. Geirfinnur hvarf fyrir nákvæmlega 36 árum, kvöldið 19. nóvember 1974.

Málið hafði mikil áhrif á líf margra, enda varð þetta umtalaðasta sakamál í sögu þjóðarinnar. Allt líf Hauks hefur mótast af þessu máli. En svo voru þeir sem fóru enn verr út úr því, fjórmenningarnir sem sátu saklausir í meira en hundrað daga í gæsluvarðhaldi og svo unga fólkið sem var dæmt fyrir morðið á Geirfinni og fékk langa fangelsisdóma.

Haukur er sannfærður um að þau hafi ekki framið verknaðinn. Það er merkilegt að lesa bókina um hann sem nefnist 19. nóvember og er skráð af Freyju Jónsdóttur.

Það virðist í raun ekki hafa verið neitt sem tengdi Sævar Ciecielski og félaga við morðið á Geirfinni nema einhverjar sögusagnir. Það eru engin sönnunargögn, dómur yfir þeim byggði á engu öðru en játningum sem voru fengnar með því að láta þau dúsa lengi í gæsluvarðhaldi. Ekki var hægt að sýna fram á nein tengsl þeirra við Geirfinn. Þau voru smáglæpamenn, nutu lítillar virðingar, það var auðvelt fyrir dómara að dæma þau – það urðu fáir til að taka upp hanskann fyrir þau.

Eftir allan þennan tíma erum við engu nær um afdrif Geirfinns Einarssonar. Haukur segir að hann hafi verið hæglætismaður og ekki hafi verið hægt að finna að hann tengdist neinu vafasömu. Hins vegar hafi verið mannaferðir í kringum hann kvöldið sem hann hvarf. En það hefur aldrei verið sannað að Geirfinnur hafi verið myrtur.

Haukur telur að það sé miður að málið hafi ekki verið tekið upp að nýju – þetta hörmulega mál hefur skemmt marga mannsævina og það er stór spurning hvort þarna hafi ekki einfaldlega verið framið dómsmorð?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“