Ég er ekki búinn að komast yfir allt jólabókaflóðið, en af því sem ég hef lesið er nokkrar ansi flottar skáldsögur:
Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson, Furðustrandir eftir Arnald Indriðason, Ljósa eftir Kristínu Steinsdóttur og svo bókin með langa titlinum, Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson – höfundur hennar er Bragi Ólafsson.
Ljóðabækur má nefna, Blóðhófnir eftir Gerði Kristýju, Ljóð af ættarmóti eftir Anton Helga Jónsson og Þrjár hendur eftir Óskar Árna Óskarsson.
Mér þykir hins vegar vanta nokkuð upp á þýðingar á góðum erlendum bókum. Flóðið af norrænum sakamálalitteratúr stendur enn sem hæst – það er með ólíkindum hvað er verið að þýða mikið af slíkum bókum.
En það er áberandi lítið þýddum fagurbókmenntum miðað við stundum áður.
Ég er ábyggilega að gleyma einhverju og yfirsést annað, en ég les baki brotnu.
Þó má nefna lausamálsþýðingu Erlings E. Halldórssonar á Gleðileiknum guðdómlega eftir Dante, Silas Mariner eftir George Eliot í þýðingu Atla Magnússonar – jú og svo Hreinsun eftir Sofi Oksanen.