Það voru tvö blöð borin í hús síðustu daga. Bæði eru mjög merkileg.
Annars vegar eru það Bókatíðindi – með upplýsingum um útgáfu ársins. Það er nauðsynlegt uppflettirit.
Hins vegar er það kynningarblaðið um Stjórnlagaþingið með upplýsingum um alla frambjóðendur og myndir af þeim.
Það fylgir meira að segja tölvupóstfang frambjóðenda þannig að maður getur haft samband við þá sjálfur.
Ég sá svo í gær að Ríkisútvarpið er farið að rúlla skjámyndum af frambjóðendum með upplýsingatextum þegar önnur dagskrá liggur niðri – það er þó altént skref í rétta átt.