Á árunum fram undir hrun voru tveir aðalritstjórar á Íslandi.
Styrmir Gunnarsson og Gunnar Smári Egilsson.
Þeir virðast vera merkilega sammála núna eftir hrunið, þótt kannski nálgist þeir málin úr ólíkri átt.
Styrmir segir:
„Ég er búinn að fylgjast með þessu í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“
Gunnar Smári segir:
„Það er engin pólitík í þessu, engar hugmyndir, ekkert vit. Engir siðir, engin menning, ekkert hjarta og engin gæska.“