fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Hinir himnesku tónar Taveners

Egill Helgason
Þriðjudaginn 16. nóvember 2010 13:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Tavener er eitt stórkostlegasta tónskáld sem nú er uppi.

Að hlusta á tónlist eftir hann er stundum eins og að heyra eitthvað ofan úr himinhvelfingunni. Þetta er músík sem kemst nærri því að vera ójarðnesk. Hún útheimtir kyrrð og íhugun.

Það er skemmtilegt að geta þess að það voru Bítlarnir sem áttu þátt í að gera Tavener frægan, fyrstu plöturnar með verkum hans voru gefnar út hjá hinu stórmerka Apple útgáfufyrirtæki þeirra.

Kammerkór Suðurlands hefur gefið út disk með verkum eftir Tavener og heitir hann upp á grísku Iero oneiro – eða Heilagur draumur.

Diskurinn er hreint afbragð og hefur fengið góða dóma í Bretlandi, þetta er ekki tónlist sem auðvelt að flytja, en stjórnunin er í öruggum höndum Hilmars Arnar Agnarssonar, kórstjóra sem lengi var í Skálholti, en er kannski þekktastur fyrir bassaleik með hljómsveitinni Þey.

Verk af disknum verða flutt á tónleikum í Kristkirkju í Landakoti í kvöld, og það er sagt að Tavener sjálfur verði viðstaddur tónleikana – sem þykja tíðindi því maðurinn hefur lengi verið heilsuveill.

Hér er Song for Athene eftir John Tavener. Þetta verk var flutt í útför Díönu prinsessu hér um árið.

[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=va-vvHTZmv0&feature=related]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“