Það er merkileg tillaga atarna.
Að verði rannsakað hvort þingmenn hafi tekið þátt í Búsáhaldabyltingunni svokallaðri.
Og hvort þeir hafi þar gerst brotlegir við lög.
Nú beinist þetta líklega helst gegn þingmönnum Vinstri grænna.
En það er ekki eins og þingmenn hafi ekki brugðið sér út á Austurvöll síðan í hruninu og tekið þátt í mótmælum einhvers konar. Um það eru fjölmörg dæmi.