fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Þjóðleikhúsið – og tónlistarhúsið

Egill Helgason
Mánudaginn 15. nóvember 2010 20:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var sýnd mynd um Þjóðleikhúsið í tilefni af einhverju afmæli þess (af hverju þarf alltaf að vera að minnast afmæla þessara stofnana?)

Það hafa líklega verið sextíu ár, jú Þjóðleikhúsið var vígt 1950 – og það var hugnæmt að sjá gömlu leikarana sem þá stóðu á sviðinu, Herdísi Þorvaldsdóttur, Róbert Arnfinnsson, Gunnar Eyjólfsson.

Frábæra listamenn sem hafa auðgað líf þessarar þjóðar – eins og leikhúsið sjálft.

Í þættinum var talað um að húsið væri eins og álfahöll. Sumum finnst byggingin reyndar svört og ljót. Ég hef aldrei nennt að deila við fólk sem segir það – maður rífst ekki um smekk – en mér hefur alltaf fundist þetta fallegt hús og ævintýralegt að koma inn í það.

Það er sérstök lykt í Þjóðleikhúsinu, stuðlabergsloftið og áklæðið á stólunum gefa salnum sérstakan blæ.

Það tók tuttugu ár að byggja Þjóðleikhúsið. Það er hálfgerð sorgarsaga. Húsið stóð lengi eins og skel, þá var kreppa, svo kom breski herinn og nýtti sér það. Loks var drifið í að klára húsið eftir stríð en þá vildi svo til að arkitektinn, Guðjón Samúelsson, lagði svo hart að sér að hann fékk lungnabólgu, gat ekki verið viðstaddur opnunarhátíðina og dó nokkrum dögum síðar.

Nú blasir við manni tónlistarhús við Höfnina. Það er óðum að taka á sig mynd. Ég held að séu þrjátíu ár síðan ég heyrði fyrst talað um nauðsyn þess að byggja tónlistarhús í Reykjavík.

Fyrst átti að reisa það í Laugardal, en síðar varð hafnarsvæðið fyrir valinu. Þá átti að byggja hótel og ráðstefnuhús og tónlistarhús meðfram því. Ríki og borg átttu að standa að þessu í sameiningu en síðar fengu menn þá stóru hugmynd að fá íslenska milljarðamæringa – sem þá voru farnir að gera vart við sig – til að leggja í púkkið.

Framkvæmdin var eiginlega komin öll á vald milljarðamæringa, það átti að byggja höfuðstöðvar Landsbankans skammt frá húsinu. Og í anda tímans var valin tillaga sem hæfði heimi fjármálanna, hús með miklu gleri og stáli. Hugmynd arkitektsins fræga Jean Nouvel sem gekk út á að byggja einhvers konar álfhól var hafnað. Hún var kannski of lágstemmd – minnti of mikið á fortíð þjóðarinnar.

Nú óttast maður helst að tónlistarhúsið verði ekkert sérlega fallegt. En við verðum þá að lifa með því. Fyrsti glerhjúpurinn sem kom frá Kína var víst ónýtt útsöludrasl sem hefði ekki þolað íslenskt veður.

Þarna verður Sinfónían með framúrskarandi aðstöðu og pláss fyrir annað tónleikahald. Mér skilst að nýverið hafi menn rokið upp til handa og fóta og farið að laga salinn að óperuflutningi með því að stækka ljósabúnaðinn til muna – það er mjög íslenskt. Það eru líka ansi mörg sæti sem þarf að fylla í húsinu.

En það er aðeins hálft ár þangað til húsið á að opna og þrátt fyrir óánægjuraddir er of seint að hætta við. Á einhverjum tímapunkti hefði náttúrlega verið hægt að gera það og þá hefði húsið staðið eins og Þjóðleikhúsið um langt árabil, athvarf veðurs og vinda.

Fyrst svona fór er kannski best að líta björtum augum á hlutina – þarna ættu að vera tækifæri til að skapa. Aðalmálið verður að ljá húsinu inntak.

tónlistarhús

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“