Mér var sagt í æsku að stjörnufræðingurinn Tycho Brahe hefði hlandsprungið. Að hann hefði verið í konungsveislu og verið svo kurteis að hann vildi ekki bregða sér afsíðis til að pissa.
Þetta var stundum notað á mig til að fá mig til pissa.
Svo fór ég seinna á eyjuna Hveðn þar sem Tycho Brahe hafði aðsetur sitt sem kallaðist Uranienborg.
Mér hefur alltaf fundist þetta dularfullur og heillandi maður. Hann stóð á mörkum vísinda nútímans og hins forna tíma þar sem lögð var stund á alkemíu, gullgerðarlist.
Hann var danskur og hét í rauninni Tyge Ottesen Brahe. Frægt er að hann missti framan af nefi sínu og gekk með gullnefbrodd.
Nú eru menn að reyna að grennslast fyrir um dauða. Ein kenningin er sú að hafi verið eitrað fyrir honum. Hann dó í Bæheimi þar sem hann var í þjónustu konungsins – hann verður grafinn upp í Prag til að reyna að leysa ráðgátuna um dauða hans.
Uranienborg, heimili og rannsóknarstöð Tychos Brahe, á eyjunni Ven Eyrarsundi. Eyjan tilheyrir nú Svíum, en hefur verið kölluð Hveðn á íslensku.