Það er tími hajj, hinna miklu pílagrímsferða til Mekka. Þangað streymir fólk frá öllum heiminum, ríkir og snauðir. Pílagrímsferðin er ein af meginstoðum íslams. Hver múslimi á að fara að minnsta kosti einu sinni á ævinni í pílagrímsför til Mekka.
Borgin er í Saudi-Arabíu og smátt og smátt hefur hún vaxið til að taka á móti hinum mikla fjölda pílagríma.
Þetta er tilkomumikið, eins og sjá má á þessari frábæru ljósmynd sem er tekin af pílagrími sem horfir yfir Mekka frá Noor fjalli. Jörðin er undarlega fjölbreytilegur staður.