fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Glæpasögur og fornritin

Egill Helgason
Sunnudaginn 14. nóvember 2010 18:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talaði áðan við franska blaðamenn sem eru komnir hingað til að skrifa grein um íslenskar glæpasögur.

Þurfti að skýra út fyrir þeim að þetta sé mestan part fantasía. Að glæpir á Íslandi séu yfirleitt frekar óáhugaverðir. En hins vegar séu þeir býsna spennandi í bókum Arnaldar, Yrsu og Árna Þórarinssonar.

Ég nefndi líka við þá að einn faðir nútíma glæpasögunnar, Dashiell Hammett, hefði orðið fyrir áhrifum af Íslendingasögunum og stíl þeirra. Hammett er faðir hinnar kaldhömruðu amerísku glæpasögu.

Bækurnar eftir Hammett og Raymond Chandler eru frekar stuttar. Þær eru harðsoðnar eins og sagt er. Georges Simenon skrifaði líka stuttar glæpasögur, það tók hann þrjár vikur að semja hverja bók. Samt fönguðu þessir höfundar andrúmsloft af miklu næmi.

Íslensku glæpasagnahöfundarnir skrifa ekki sérlega mikið í anda Íslendingasagnana. Áhrifavaldarnir eru fremur frá Skandinavíu, Henning Mankell fyrst og fremst. Og eins og var bent á í Kiljunni um daginn hafa glæpasögurnar verið að lengjast. Það þýðir fleiri aukapersónur, fleiri útúrdúrar, lengri lýsingar.

Sem er ekki alltaf til bóta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“