fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Þáttur Gunnars Smára

Egill Helgason
Laugardaginn 13. nóvember 2010 21:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson er einn flinkasti blaðamaður sem ég hef unnið með. Hugmyndaríkur, drífandi og skapandi. Hann er maður sem vill byggja upp hratt, hrinda hlutum í framkvæmd, svo á hann það til að missa áhugann fljótt aftur. En hann er engum líkur þegar á að koma saman blaði.

Hann er hins vegar ekki góður rekstrarmaður – margt sem hann hefur sett á laggirnar hefur farið á hausinn. NFS var rugl og kaupin á prentsmiðjunni Wyndham voru ekki sniðug. Nyhedsavisen var óvenju gott af fríblaði að vera, en viðskiptalíkanið stóðst ekki.

Gunnar Smári hefur mikinn sannfæringarkraft, hann getur talað ólíklegasta fólk yfir á sitt band. Hann hrífur fólk með sér – en um leið er hann dálítil orkusuga.

Mér skilst að Jón Ásgeir hafi hlítt ráðum Gunnars Smára framan af. Svo fór hann að tapa peningum á ævintýrum hans og hætti að hlusta. Gunnar Smári var á útjaðri útrásarinnar, það er ekki beinlínis góður staður til að hafa verið á eftir hrun. Ef grunur leikur á að menn hafi verið „hrunverjar“ er hætt við að raddir þeirra drukkni í brigslum um svik og svínarí. Gunnar Smári skrifar ágætar greinar, en ég er ekki viss um að margir séu tilbúnir að hlusta á það sem hann hefur að segja.

Gunnar Smári má þó eiga það að hann setti á laggirnar Fréttablaðið. Það varð fljótt stærra en Morgunblaðið. Vissir aðilar eiga mjög erfitt með að fyrirgefa þetta – ég hef grun um að þeim þyki það vera óafsakanlegur glæpur.

Ég veit að Gunnar Smári fékk skilaboð um að hann skyldi aldrei þrífast á Íslandi. Og samkvæmt því sem stendur í bók Jónínu Ben var það ekki síst Gunnar Smári sem stóð í veginum þegar reynt var að koma á sáttum milli Baugsmanna og þáverandi forystu Sjálfstæðisflokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“