fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Ögmundur og umsóknin

Egill Helgason
Laugardaginn 13. nóvember 2010 13:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, talaði um að ef Íslendingar færu inn í Evrópusambandið ætti það að vera vegna langtímahagsmuna, ekki vafasams stundargróða. Hann sagði að við ættum að horfa áratugi fram í tímann og reyna að spá í hver yrði staða Íslands þá. Skoða málin út frá þróun í alþjóðapólitík.

Ögmundur Jónasson virðist vera sammála Rocard, hann segir að við eigum ekki að sækjast eftir stundarávinningi innan ESB.

En hann vill klára aðildarviðræðum á stuttum tíma, tveimur mánuðum helst.

Það er ekki langur umþenkingartími – og í rauninni er óþekkt að samningar ríkis við Evrópusambandsins séu gerðir á svo stuttum tíma.

Svíþjóð sótti til dæmis um aðild að ESB í júní 1991, samningaviðræður hófust í febrúar 1993 og svo var það í byrjun árs 1995 að landið varð aðili að ESB. Það þóttu auðveldar samingaviðræður, Svíþjóð féll vel að ESB á flestum sviðum.

Það eru engar líkur á að ESB taki í mál að samningar séu kláraðir á eins stuttum tíma og Ögmundur talar um – og því er hann í raun að leggja til að umsóknarferlið verði stöðvað.

Eða hvað?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“