fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Hetja látin laus

Egill Helgason
Laugardaginn 13. nóvember 2010 22:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Burma – sem líka er kallað Myanmar – er hræðilegt einræðisríki.

En það er fagnaðarefni að Aung San Suu Kyi hafi loks verið látin laus.

Hún er alvöru hetja. Hefur verið í fangavist undanfarna áratugi.

Fékk friðarverðlaun Nóbels 1991.

En hún er ekki frjáls að öllu leyti. Land hennar er enn undir oki harðstjórnar.

Aung San Suu Kyi á reyndar langa sögu. Hún er dóttir hershöfðingjans Aung San sem var frelsishetja í Burma. Hann var myrtur 1947 þegar dóttir hans var aðeins tveggja ára.

Hún bjó lengi í Englandi, eignaðist þar mann og tvö börn, en fór aftur til Burma til að taka þátt í stjórnmálum þar 1988. Hún varð leiðtogi uppreisnar gegn herforingjastjórninni, en fyrirmyndir hennar voru ávallt baráttumenn sem hafa boðað frið eins og Ghandi og Martin Luther King.

Flokkur hennar sigraði í kosningum sem haldnar voru 1990, en herforingjarnir viðurkenndu ekki úrslitin, hún var sett í stofufangelsi og haldið þar til 1995. Henni var sleppt nokkrum árum síðar, en allt í allt hefur hún eytt 15 árum af síðustu tuttugu í einhvers konar varðhaldi.

20101113_aung-san-suu-kyi_w

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“