Í Rivedal í Dalsfjord í Noregi er stytta af Ingólfi Arnarsyni. Þett er reyndar sama styttan og á Arnarhóli – eftir Einar Jónsson.
Ingólfur flúði til Íslands ásamt fóstbróður sínum Hjörleifi eftir að hafa verið gerður útlægur vegna manndrápa.
Þeir komu til Íslands í kringum 870. Ingólfur var fyrsta árið við Ingólfshöfða er sagt, en setti svo öndvegissúlur fyrir borð og þær rak til Reykjavíkur.
Reyndar virðist nokkuð óhugsandi að súlurnar hafi rekið þessa leið.
Hjörleifur var hins vegar drepinn af þrælum Þeir flúðu til Vestmannaeyja eftir drápið, en Ingólfur elti þá uppi og drap. Þrælarnir voru frá Bretlandseyjum og því heita eyjarnar Vestmannaeyjar.
Hefðu þrælarnir drepið Ingólf en ekki Hjörleif, færum við kannski á Hjörleifstorg, í Hjörleifskaffi og að styttunni að Hjörleifi.
Þetta stendur í Landnámu, en kannski eru þetta tómar sögusagnir. Það getur vel verið að Ingólfur hafi ekki verið til eins og lesa má hér
En þeir eru sniðugir karlarnir í afdalnum í Noregi sem bjóða Íslendingum að koma aftur heim.
Styttan af Ingólfi Arnarsyni í Rivedal í Dalsfirði.