fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Flokksræðið á Íslandi

Egill Helgason
Föstudaginn 12. nóvember 2010 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Íslandi var byggt upp kerfi þar sem stjórnmálaflokkar réðu lögum og lofum. Fólk komst áfram í lífinu með því að ganga í stjórnmálaflokka. Það fékk fyrirgreiðslu, frama í starfi, lán í bönkum, lóðir.

Stjórnmálaflokkar og þeir sem voru hliðhollir þeim sátu að hermanginu.

Og þetta hefur haldið áfram í einni eða annarri mynd. Flokkarnir og kommisarar þeirra sáu til þess að bankar og fyrirtæki voru einkavædd í hendur vildarvina – og samkvæmt rannsóknum hafa ráðningar í stöður í stjórnkerfinu verið rammpólitískar alveg fram á þennan dag.

Menn hafa samt reynt að fela þetta – af því pólitísk fyrirgreiðsla af þessu tagi er illa þokkuð.

Á sínum tíma vann ég á Helgarpóstinum sem fjallaði mikið um þetta samfélag og var mjög krítískur á það. Einu sinni var til dæmis dregin upp mynd af því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn skiptu jafnt á milli sín sýslumönnum í landinu.

Ellert Schram sagði eitt sinn frá því að þegar hann var ungur maður í Sjálfstæðisflokknum var hann hafður til að passa upp á að lífsgæðin hér í Reykjavík rötuðu í réttar hendur. Í Braggabók Eggerts Þórs Bernharðssonar sagnfræðings segir frá manni sem kvartar undan því  að fá ekki inni í Höfðaborg, einu slömmi Reykjavíkur, þótt hann hafi passað upp á að ganga í flokkinn – það var annar sem var tekinn fram fyrir hann.

Í rauninni er þetta geysilega áhugavert efni fyrir duglegan sagnfræðing – að gera rannsókn á flokksræðinu á Íslandi eins og það mótast frá því fyrir stríð og lifir allt fram á vora daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“