fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Halastjarnan og Múmínálfarnir

Egill Helgason
Miðvikudaginn 10. nóvember 2010 17:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnska myndlistarkonan og rithöfundurinn Tove Jansson skapaði fjarskalega fallegan ævintýraheim í Múmíndal. Ég las þessar bækur upp til agna þegar ég var strákur – og lét ekki stöðva mig að ég grunaði fyrst að þetta væru frekar stelpubækur. Bjó reyndar þannig um hnútana að systur minni voru gefnar bækurnar, sem ég svo las snimendis.

Titlarnir voru Pípuhattur galdramannsins, Vetrarævintýri í Múmíndal, Örlaganóttin, Halastjarnan og Eyjan hans Múmínpabba.

Ég man ekki hvort fleiri komu út – og veit ekki hvort til eru fleiri titlar á frummálinu sem er n.b. sænska.

Múmínálfarnir eru reyndar líka til í smábarnabókum og teiknimyndaseríum – og svo getur maður farið til Finnlands þar sem eru víða búðir sem selja varning upp úr Múmínálfabókunum. Í fyrra var ég í Helsinki og keypti Múmínsnáðann, Múmínmömmu og Múmínpabba.

Persónurnar í Múmíndal eru hver annarri hugþekkari:

Hinn hugprúði Múmínsnáði, hinn hugsandi en dálítið klaufski pabbi, hin jarðbundna og góðhjartaða móðir, ólíkindatólið Mía, Snúður með flökkueðli sitt, Hemúllinn með söfnunaráráttuna og hinn huglausi Snabbi.

Svo er fullt af minni persónum sem er ógleymanlegar: Morrinn í köldum einmanaleik sínum, Skíðahemúllinn sem minnti mig alltaf á Valdimar Örnólfsson, hundurinn Aumi sem þráir félagsskap úlfa, Tikka-tú, Fillifjonkan með dætur sínar, Bísamrottan sem les bókina um tilgangsleysi allra hluta, strangi lystigarðsvörðurinn.

Þetta eru sígildar bókmenntir. Þær komu út á sínum tíma og hafa ekki alltaf verið fáanlegar síðan þá. En ég sá í bókabúð um daginn að Halastjarnan er komin út aftur í kilju. Það er gott.

kometen-kommer_78986228

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“