fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Eldklerkurinn, Martröð millanna og Takk útrásarvíkingar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 10. nóvember 2010 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýútkomnar íslenskar bækur verða til umfjöllunar í Kiljunni í kvöld.

Við förum austur í Reynisfjöru í Mýrdal, en þar bjó Jón Steingrímsson, síðar kallaður eldklerkur, í helli veturinn 1755. Það sama ár gaus Katla og voru miklar hörmungar í landi. Ófeigur Sigurðsson hefur skrifað skáldsögu um Jón og vist hans í hellinum.

Óskar Hrafn Þorvaldsson blaðamaður segir frá spennusögu sinni sem nefnist Martröð millanna – þetta er blóðug glæpasaga sem fjallar um útrásarvíkinga, sukk þeirra og ríkidæmi.

Og meira um útrásarvíkinga – eða þannig.

Lára Björg Björnsdóttir er höfundur bókar sem nefnist Takk útrásarvíkingar! Bókin fjallar samt eiginlega ekki um útrásarvíkinga, heldur er þetta gamansöm lýsing á lífi ungrar konu í Reykjavík á árunum 2008 til 2010.

Kolbrún og Páll Baldvin ræða um þrjár bækur: Þóru biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar eftir Sigrúnu Pálsdóttur, Sýrópsmánann eftir Eirík Guðmundsson og ljóðabókina Þrjár hendur eftir Óskar Árna Óskarsson.

thumbnail

Reynisdrangar við Reynisfjöru en þar dvaldi Jón Steingrímsson veturinn 1755 á miklum umbrotatímum í lífi hans sjálfs og þjóðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“