David Nutt, brottrekinn ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar í fíkniefnamálum, segir að áfengi sé hættulegra en heróín. Hann hvetur til þess að fari fram endurmat á skaðsemi fíkniefna sem taki mið af raunveruleikanum eins og hann blasir við.
Nutt var rekinn í fyrra þegar hann hélt því fram að kannabis og alsæla væru ekki skaðleg í samanburði við önnur fíkniefni.