Hitti mann í morgun sem var með athyglisverða kenningu um Jón Gnarr og Besta flokkinn.
Flestir hafa tekið þann pól í hæðina að Jón sé of óhefðbundinn og því ráði hann ekkert við borgarstjóradjobbið.
Maðurinn var á þveröfugri skoðun.
Hann sagði að Besti flokkurinn væri alltof upptekinn af því að fara hefðbundnu leiðirnar – hann væri í rauninni að bregðast við vandanum í Reykjavík eins og hver annar stjórnmálaflokkur.