Mér er sagt að Morgunblaðið sendi frambjóðendum á Stjórnlagaþing tilboð um auglýsingapakka. Þeir kosta frá 100 þúsundum upp í eina milljón.
Það er náttúrlega eftir nokkru að slægjast fyrir fjölmiðlana.
Frambjóðendur eru sirka 525. Ef hver þeirra myndi eyða hámarkinu sem leyft er í auglýsingar, tveimur milljónum, já þá erum við að tala um 1050 milljónir.
En það eru auðvitað voða margir frambjóðendur sem segjast ekki ætla að eyða neinu. Og kjósendur sem segjast ekki ætla að kjósa þá sem eyða peningum í baráttuna.