Í Bandaríkjunum og Bretlandi dældi ríkið milljörðum á milljarða ofan í fallít bankakerfi. Enginn virðist þurfa að taka ábyrgð á því, en meðal almennings kraumar óánægjan.
Alþýða manna þarf að súpa seyðið af þessu – en bankamenn eru aftur farnir að borga sér háa bónusa. Kerfið er aftur stillt á græðgi – og Wall Street og City hegða sér eins og enginn er morgundagurinn. Þar er business as usual.
Og þá kemur prófessor frá Ameríku og segir að Íslendingar eigi ekki að leita að sökudólgum varðandi hrunið hér.
Það er ekki þar með sagt að við Íslendingar eigum að spóla okkur ofan í hjólför fortíðarinnar – en fyrirmyndin frá hinum engilsaxneska heimi er ekki góð.