Margrét Tryggvadóttir var í viðtali hjá mér í Silfrinu um daginn um hugmyndir Hreyfingarinnar um neyðarstjórn. Þetta eru býsna umdeildar tillögur, en þær fela meðal annars í sér að forsetinn grípi inn í stjórnmálin hér með áður óþekktum hætti.
Það kom fram í viðtalinu að þingmenn Hreyfingarinnar hefðu fundað með Ólafi Ragnari Grímssyni um þetta mál.
Þyrfti ekki að athuga hvað forsetanum finnst?