Þetta er skemmtilegt samstarf: Leon Russell og Elton John. Báðir píanóleikarar, söngvarar og lagahöfundar. Þótt Leon sé afskaplega hvíthærður og -skeggjaður er hann ekki nema fimm árum eldri en Elton. Leon átti sinn mesta frægðartíma í kringum 1970 þegar hann átti hittara eins og A Song for You, Superstar og Tight Wire, spilaði með meðlimum Stones og Bítlanna, en Elton er tónlistarséní frá ungum aldri, var byrjaður að spila á píanó þegar hann var lítill strákur og á einkar glæsilegan feril.
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=yLtQJ51wKEk]