Það er stóri Lennondagurinn í dag eins og Dr. Gunni kallar það. Hann hefði orðið sjötugur í dag.
Þetta er ágætt lag í tilefni dagsins. Kannski ekki besta Bítlalagið, en það hitti mjög vel inn í tíðarandann og þeir eru ansi svalir þarna fjórmenningarnir.
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=CzCjGgrewYY]
Hér er svo annað sem er eiginlega uppáhalds Lennonlagið mitt þessa stundina. Sexy Sadie. Myndefnið er reyndar dálítið skrítið, það er frá höfuðstöðvum Maharishi Mahesh í Rishikesh á Indlandi þar sem Bítlarnir dvöldu 1968. Sagt er að lagið fjalli um Maharishi.
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=bYck2B_0-DI]