Manni heyrist að fundur ríkisstjórnar og foringja stjórnarandstöðu í gær hafi skilað engu. Við því var að búast. Þetta fólk hefur hist margoft áður og ekkert komið út úr því.
Maður veltir því samt fyrir sér hvort Jóhanna hafi misskilið skilaboðin frá mótmælendum. Þeir voru ekki að biðja um fundi milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Held reyndar að þeir kæri sig flestir kollótta um slíkt fundarhald.
Heldur að ríkisstjórnin grípi til einhverra aðgerða – helst ekki seinna en nú í vikunni.
Í svona ástandi gæti stjórnandstaðan reyndar séð sér leik á borði og skákað ríkisstjórninni með því að leggja fram frumvarp um hvernig eigi að takast á við skuldavanda heimilanna – og þá eitthvað sem skiptir máli.